top of page
Kynstafrófið
Kynstafrófið gengur út á það að nemendur vinni saman og vinni hratt. Oft eiga nemendur (og kennarar) erfitt með að nota orð sem tengjast kynferðismálum og stundum þarf að hrinda okkur út fyrir þægindarammann. Kynrófið er unnið á tíma (hægt að miða við 2-3 mínútur) þar sem nemendur vinna saman tvö og tvö og eiga að finna orð í allar kúlurnar sem tengjast kynferðismálum og byrja á staf kúlunnar. Í lokin er búið til sameiginlegt kynstafróf fyrir bekkinn eða námshópinn.
Í þessu verkefni er tilvalið að fara vel yfir hvaða orð eru notuð og hvers vegna, hvers vegna eru sum orð, neikvæð, jafnvel móðgandi, en önnur ekki.
bottom of page