top of page
Hvernig er ég, hvernig verð ég?
Í þessu verkefni er mikilvægt að nemendur séu búnir að fara í gegnum einhverja sjálfsvinnu, t.a.m. búin að æfa sig í að sjá styrkleika eða skoða hvað þeirra einkenni séu. Verkefnið gengur út á að nemendur skoði hvað var í uppáhaldi þegar þau voru á leikskólaaldri (miðað við 5 ára aldur), hvað sé það núna og hvað þau geti ímyndað sér að verði það þegar þau ljúki grunnskóla (miðað við 15 ára aldur).
Í upphafi er einnig mikilvægt að impra á mikilvægi þess að taka tillit til annarra og minna á samskiptareglur.
Þegar nemendur hafa fyllt út blaðið er hægt að nota 1- 2- allir aðferðina, þar sem nemendur bera sig saman tvö og tvö og að lokum hjálpist hópurinn að að finna hvað sé sameiginlegt og hvað sé mismunandi á milli einstaklinga.
bottom of page