top of page

Almennings eða einkasvæði

Verkefnið er bæði hægt að vinna með nemendahóp (sem myndi líklega henta best yngstu nemendunum) eða láta eldri nemendur vinna saman. 
Í upphafi er mikilvægt að skilgreina hvað er almenningsrými og hvað er einka, gott að miða við að einkarými er þar sem við t.d. förum í bað (annarsstaðar en fyrir sund t.d.), en almenningsrými er þegar við gætum hitt fólk. Myndirnar á blaðinu eiga að vísa í hvað fólk sér, t.a.m. má hver sem er sjá úlpuna okkar? en má hver sem er horfa á okkur sofa? Að sama skapi er mikilvægt að ræða við nemendur hvernig þau virða einkarými annarra. 

bottom of page