

Fyrirlestrar og námskeið

Foreldrafræðsla
Hvað á ég eiginlega að segja við barnið mitt?
Er ekki óþarfi að við séum að standa í þessu, læra þau þetta ekki bara í skólanum?
Kynfræðsla fyrir foreldra, spurt og svarað með foreldrahópum.
Nánari upplýsingar neðst á síðu eða í tölvupósti (thorageirlaug@gmail.com)

Fræðsla til fagfólks
Kynfræðsla fyrir kennara, starfsfólk í skólum, frístundaleiðbeinendur öll sem starfa með börnum og ungmennum. Almenn fræðsla um mikilvægi kynfræðslu og hvernig við nálgumst kynferðismál sem fagfólk.
​
Nánari upplýsingar neðst á síðu eða í tölvupósti (thorageirlaug@gmail.com)

Kennaranámskeið
2 klst námskeið fyrir kennara þar sem farið er yfir gagnreyndar nálganir í kynfræðslu og skoðum hvaða viðfangsefni ganga fyrir mismunandi aldurshópa.
​
Nánari upplýsingar neðst á síðu eða í tölvupósti (thorageirlaug@gmail.com)
​

Um mig
Ég heiti Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir og hef starfað með börnum og unglingum síðan árið 2009. Frá 2011 hef ég kennt við Grunnskóla Borgarfjarðar, lengst af sem umsjónarkennari á unglingastigi. Ég er menntaður náttúrufræðikennari og því "dæmdist" stór hluti kynfræðslu grunnskólans á mig. Til að styrkja mig í því lauk ég diplómanámi í kynfræði frá HÍ 2018 og auk þess sótt námskeið tengd kynfræðslu. Nú sit ég í stjórn KynÍs- Kynfræðifélags Íslands.
Skólaárið 2021- 2022 var ég verkefnastjóri kynfræðsluverkefnisins "VIÐ" við Grunnskóla Borgarfjarðar þar sem nemendur 1.-10. bekkjar fengu kynfræðslu byggða á styrkingu sjálfsmyndar og jákvæðri líkamsímynd. Í kjölfarið hef ég farið með fyrirlestra til fagfólks um eflingu kynfræðslu og leiðir til að festa hana betur í sessi.
Hafa samband
Hvernig get ég aðstoðað?
Ef þú ert að velta fyrir þér hvernig þinn skóli eða vinnustaður getur stutt betur við nemendur og starfsfólk þegar kemur að kynfræðslu má endilega fylla inn formið hér að neðan og ég hef samband við með hugmyndir að minni aðkomu.