top of page

Kynstrin

Hér má finna kynstrin öll af verkefnahugmyndum fyrir heildstæða kynfræðslu í grunnskóla en einnig upplýsingar varðandi fyrirlestra og námskeið sem ég býð upp á. Ég er kennari með grunn í líffræði og hef sérhæft mig í kynfræðslu á grunnskólastigi sem og til fagfólks og foreldra. 

Námsefni fyrir grunnskólastigið má finna í valflipanum hér efst á síðunni.
- Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir 

20240919_201333_edited.jpg

Fyrirlestrar og námskeið

Fyrirlestur

Fyrir fagfólk sem starfar með börnum, kennara, stuðningsfulltrúa, starfsfólk félagsmiðstöðva o.s.frv. 

1 klukkustund þar sem farið yfir hvað felst í heildstæðri kynfræðslu og aldurssamsvarandi fræðslu.

Hvernig undirbúum við okkur til að sinna fræðslunni á sem bestan hátt og mæta þörfum ólíkra námshópa

Námskeið

Fyrir fagfólk sem starfar með börnum, kennara, stuðningsfulltrúa, starfsfólk félagsmiðstöðva o.s.frv. 


3 klukkustundir þar sem farið er ítarlega í hvaða námsefni og viðfangsefni henta fyrir mismunandi aldurshópa. Hvernig undirbúum við kynfræðslu svo við séum sem best undirbúin fyrir hana, og nemendur og foreldrar/forráðamenn finni
fyrir öryggi. 

Fyrirlestur

Fyrir foreldra og forráðamenn.

1 klukkustund þar sem farið er yfir aldurssamsvarandi kynhegðun barna, hvaða markmiðum á að vinna að skv aðalnámskrá grunnskóla og hvaða þáttum skólahjúkrunin sinnir. Hvernig getum við sem foreldrar eða forráðamenn eflt okkur svo börnin geti leitað til okkar og hvernig getum við tekist á við örar breytingar, bæði hjá börnunum okkar og í samfélaginu. 

Hvað vantar þinn hóp?

Einnig býð ég upp á fyrirlestra og námskeið sem er sniðið að þörfum hópsins hverju sinni. Dæmi um slíkt er

  • Fræðsla fyrir fólk með skerta starfsgetu

  • Fræðsla fyrir félagasamtök

  • Innlegg á þemavikur í skólum

  • Fræðsla fyrir stjórnendur ​

Endilega verið í sambandi ef þetta hentar fyrir ykkur í töluvpósti (thorageirlaug(at)gmail.com) eða í síma 8654232

SERVICES
ABOUT

Um mig

Ég heiti Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir og hef starfað með börnum og unglingum síðan árið 2009. Frá 2011 hef ég kennt við Grunnskóla Borgarfjarðar, lengst af sem umsjónarkennari á unglingastigi. Ég er menntaður náttúrufræðikennari og því "dæmdist" stór hluti kynfræðslu grunnskólans á mig. Til að styrkja mig í því lauk ég diplómanámi í kynfræði frá HÍ 2018 og auk þess sótt námskeið tengd kynfræðslu. Nú sit ég í stjórn KynÍs- Kynfræðifélags Íslands.

Skólaárið 2021- 2022 var ég verkefnastjóri kynfræðsluverkefnisins "VIÐ" við Grunnskóla Borgarfjarðar þar sem nemendur 1.-10. bekkjar fengu kynfræðslu byggða á styrkingu sjálfsmyndar og jákvæðri líkamsímynd. Í kjölfarið hef ég farið með fyrirlestra til fagfólks um eflingu kynfræðslu og leiðir til að festa hana betur í sessi.

Hafa samband

Hvernig get ég aðstoðað?

Ef þú ert að velta fyrir þér hvernig þinn skóli eða vinnustaður getur stutt betur við nemendur og starfsfólk þegar kemur að kynfræðslu má endilega fylla inn formið hér að neðan og ég hef samband við með hugmyndir að minni aðkomu. 

Fyrirspurnir

Ég hef samband eins fljótt og auðið er!

Anchor 1
bottom of page