top of page

Satt/ósatt um kynþroskann

miðstig

17.9.22

Satt/ósatt um kynþroskann

Alls notum við 16 spjöld með mismunandi staðhæfingum um kynþroskann. Gott er að prenta út og plasta svo hægt sé að nota aftur og aftur.

Nemendum er skipt í 3-4 manna hópa og fær hver sett af staðhæfingunum, einnig er hægt að skipta staðhæfingunum niður á hópana, allt eftir hentugleika. Hópurinn flokkar spjöldin í satt/ósatt og fer yfir hvers vegna flokkunin er á þann veg. Mikilvægt er að krefja nemendur um rökstuðning fyrir flokkuninni, ekki "afþvíbara".

bottom of page