top of page

Snjóboltinn- ísbrjótur

öll stig

20.9.22

Snjóboltinn- ísbrjótur

Nemendur eru beðnir um að hugsa um það leyndarmál sem þau myndu síðast segja frá. Þau koma hvorki til með að þurfa að segja neinum þetta leyndarmál né skrifa það niður. Því næst eru nemendur beðnir um að hugsa um þá eiginleika sem vinurinn hefur. Yngri nemendur þurfa oft upprifjun á lýsingarorðum, gott að taka dæmi um íþróttafólk. Það þarf að vera ákveðið, hafa snerpu, þolinmæði, vera duglegt o.s.frv. Dæmin sem tengjast vináttunni er svo öðruvísi. Nemendur skrifa 3-4 hluti á blað sem má krumpast. Því næst krumpa allir blaðið sitt saman, standa í hring og kasta boltunum á milli. Þegar þetta hefur gengið nokkra stund (eftir viðvaranir um að kasta ekki of fast og ekki miða í augu) grípa allir það blað sem er næst þeim og lýsingarnar eru lesnar upp.
Þarna er mikilvægt að skrifa upp á töflu jafnóðum og miðarnir eru lesnir þannig að nemendur sjái að þeirra sjónarmið komist á framfæri.
Algeng svör eru t.d. traust, ábyrgð, trúnaður o.s.frv. Út úr þessu er svo hægt að útbúa orðaský sem hangir uppi í stofunni og auðvelt er að vísa í í kennslustundunum sem á eftir koma.

Önnur leið er að útbúa mentimeter (mentimeter.com) skjal þar sem orðaskýið verður til sjálfkrafa.

bottom of page