top of page

Hvað lærum við af leikföngum?

unglingastig

28.1.23

Hvað lærum við af leikföngum?

Í þessu verkefni greina nemendur mismunandi leikföng. Í skjalinu sem fylgir eru nokkur algeng leikföng sem er gott að prenta út og plasta svo ekki þurfi að prenta þau út í hvert skipti sem verkefnið er lagt fyrir. Í skjalinu eru einnig form á greiningarblaði þar sem nemendur setja myndina ef leikfanginu í miðjuna og skrifa svo í annan hlutann hvað er hægt að gera með viðkomandi leikfang (keyra, færa eitthvað, leysa þraut o.s.frv.) en í hinn hlutann hvaða hæfileika er verið að æfa með leikfanginu. Tilgangurinn er ekki endilega að finna kynjun í leikföngunum heldur að þau skoði vel hvort leikföng í ákveðnum flokkum þjálfi afmarkaða hæfileika.

bottom of page