top of page

Þæginda- skotskífan

Yngsta stig

16.9.22

Þæginda- skotskífan

Þetta verkefni er hægt að útfæra á marga mismunandi vegu, allt frá því hvaða aldursstig er um að ræða, en er hér fyrst og fremst miðað að yngri nemendum.
Nemendur fá mynd af skotskífu (sjá í pdf skjali) sem táknar þægindahringinn. Græna svæðið merkir hluti sem þau gera án þess að velta því mikið fyrir sér, gula það sem þau gera ef þau neyðast til þess og hið rauða það sem þau myndu aldrei nokkurn tíman gera.
Síðan eru lesnar upp staðhæfingar, hugmyndir að staðhæfingum er að finna í pdf skjalinu. Nemendur staðsetja staðhæfinguna eftir því sem á við þau sjálf. Þægilegt er að númera staðhæfingarnar svo auðvelt sé að fylgja eftir hvað var sett hvar.
Þegar þessu er lokið bera nemendur saman skífurnar sínar og skoða hvað er líkt og hvað er ólíkt.
Í lokin er umræða með bekknum þar sem við skoðum hvort við séum öll með sömu hlutina á rauða, gula eða græna svæðinu og af hverju það sé. Einnig að enginn vilji vera dreginn á rauða svæðið sitt þar sem viðkomandi líður illa.

bottom of page